431-4000
til að panta tíma og til að kaupa gjafakort
 
 
Hártískan haust og vetur 2010

Ein algengasta spurningin sem við hársnyrtifólkið fáum frá ykkur viðskiptavinunum er hvað er í tísku þessa dagana.  Eins fjölbreitt og hártískan er, þá er alltaf ákveðnar línur lagðar hverju sinni. 
 Allar hársíddir eru í tísku, það er ekki eins og einu sinni þegar allir áttu ýmist að vera stuttklipptir eða með sítt hár, heldur er hver og einn með sinn persónulega stíl.
Í þessum pistli verður fjallað um stutt hár.

  Í stuttu hári er það afturhvarf til fortíðar.  Innblásturinn er fenginn frá 6. og 7. áratugnum.  Stuttar, mjúkar tjásulegar línur  með lengri toppi.  Hver skvísan á fætur annari í hópi fræga fólksins lætur lokkana fjúka og  klippir sig stutt, og tala allar um frelsið sem því fylgir. Því er spáð að stuttar klippingar verða mjög vinsælar í haust og vetur.

 Ef að þú ert farin að íhuga alvarlega að láta klippa þig upp fyrir eyru, en ert ekki viss um hvort það klæðir þig skaltu gera útlitskönnun á sjálfri þér.  Taktu hárið saman og festu það vel aftur í hnakka og skoðaðu hvernig eyrun koma út.  Margar stelpur hafa aldrei verið að pæla í eyrunum á sér, enda hulið hári hingað til.  Láttu taka myndir af þér þannig að framan og á hlið.  Spurðu sjálfa þig er ég ánægð með andlitið og eyrun án hárs.  Ef svarið er já, þá er ekki spurning láttu vaða!! Því það er bara gaman að breyta hressilega til öðru hvoru.  Ef svarið er: Ég veit ekki, skaltu bíða með að gera jafn rótækar breytingar og að klippa hárið upp fyrir eyru.  En... Eitt er alveg víst, ekkert er endanlegt þegar kemur að hári, það vex aftur. 

Hér læt ég fylgja með myndir af stuttum klippingum sem eru undir áhrifum frá gamla tímanum.

 

 

Póstlistinn

Gjafakort

Við erum á Facebook