431-4000
til að panta tíma og til að kaupa gjafakort
 
 
Módel mánaðarins

"Hæ hæ ég heiti Dísa og var valin módel mánaðarins hjá Classic Hárstofu.
Ég er þessi týpa sem hefur alltaf verið eins. Var með meðalsítt hár sem var oftast í tagli og toppurinn festur niður með spennum.

Ég mætti til Önnu Júliu á Classic Hárstofu í byrjun desember . Stofan er mjög hlý og mjög notalegt andrúmsloft. Við mig var dekrað og þegar ég gekk út af stofunni var ég orðin stuttklippt með flottan ljósan blæ í hárinu og mjög ánægð. Í dag er hárið á mér alltaf flott, engar teygjur og mér líður eins og nýrri manneskju.

Ég fór á Classic með opnum hug og skvísurnar á Classic sáu út hvaða klipping myndi fara mér best og hvaða fallegu litir pössuðu við mig.
Ég vil þakka Önnu Júlíu fyrir frábært dekur og frábærar móttökur. Ég mæli eindregið með því að þið allar sem langar í flotta klippingu, nýtt útlit og dekur skelli sér á Classic Hárstofu.
...ég mun sko pottþétt koma aftur......

Takk fyrir mig  kveðja Dísa"

 

Hvað segir hársnyrtimeistarinn

Finndís eða Dísa var valin úr hópi umsækjanda til að gerast módel mánaðarins og gangast undir útlitsbreytingu.  Dísa mætti á stofuna og var til í allt, einu skilyrðin sem hún  setti, var að hún yrði hvorki  lituð rauðhærð né svarthærð.
Ég valdi að klippa vel neðan af hárinu, aðeins upp í hnakka með léttum styttum neðst.  Þessi lína undirstrikar vel  kjálkalínuna og kinnbeinin ásamt því að lengja hálsinn.  
Hvað litinn varðar valdi ég að setja ljósgylltan lit með smá „violet“ undirtón til að drepa niður gula tóninn sem var fyrir í hárinu, ég setti líka ljósar og moccabrúnar strípur til að fá hreyfingu í litinn.  Markmið mitt var að skapa línu sem hentaði Dísu vel og væri auðvelt og fljótlegt fyrir hana að hafa sig til.   

Anna Júlía, hársnyrtimeistari og stofueigandi

Langar þér að gerast módel mánaðarins á Classic Hárstofu?  Sendu umsókn ásamt mynd á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it

 

Póstlistinn

Gjafakort

Við erum á Facebook