431-4000
til að panta tíma og til að kaupa gjafakort
 
 
Brazilian Keratín meðferð

 

Classic Hárstofa er með fyrstu hársnyrtistofum landsins til að bjóða upp á þessa byltingarkenndu hármeðferð en það samræmist fyllilega þeim markmiðum okkar að vera ávallt í fremstu röð og fylgja nýjustu straumum og stefnum í hártískunni.

Brazilian Blow Dry (Brazilian Blow Out, Brazilian Keratin, Natura Keratin o.s.fr.v. er allt sama aðferðin) hefur notið mikilla vinsælda erlendis undanfarin ár og breytt lífi margra kvenna hvað varðar hárumhirðu til hins betra. Með þessari meðferð verður hárið heilbrigðara, mýkra, sléttara og mjög glansmikið. Þess utan verður öll dagleg meðhöndlun hársins mun fljótlegri, áhrifaríkari og endingarbetri, auk þess verður hárið mótstöðumeira gagnvart raka.


Hvað er Brazilian Keratin?

Meðferðin felst í að keratin (sem svipar til próteins sem er í nöglum, húð og hári) er borið í hárið, efnið gefur mikinn raka ásamt því að hreinlega „gera við“ skemmdir í hárstönglinum og mynda verndarlag yfir hvert hár. Hárið verður sléttara, minnkar allt að 95% ýfing úr hári, hárið verður mjúkt og glansandi, blásturstími verður helmingi styttri og sléttujárn í sumum tilfellum óþarft.

 

Módelið hennar Önnu hjá London Hair Training SchoolMódelið hennar Önnu hjá London Hair Training School

Spurningar og svör:

Hversu lengi endist meðferðin? Um það bil 2-4 mánuði eftir hárgerð, hversu oft hárið er þvegið, hvaða hárvörur eru notaðar og hversu oft Brazilian Keratín hefur verið sett í  hárið.

Sléttar meðferðin hárið? Já, að einhverju leiti, fer eftir hárgerð og hversu liðað hárið er. Útkoman er allt frá því að losa um og minnka mikla liði yfir í að slétta hárið nánast alveg en það fer eftir því hversu opið(þurrt og illa farið)hárið er, hver grófleikinn er og hversu liðað hárið er.  Því opnara sem hárið er því betri og meiri árangur fæst.

Má  þvo hárið á fyrsta degi? Já, en til að meðferðin endist sem lengst er nauðsynlegt að nota sjampó og hárnæringu sem sérstaklega er ætlað í hár sem hefur fengið þessa meðferð.

Má lita hárið á eftir? Það má lita hárið hvenær sem er fyrir meðferð,  jafnvel sama daginn og liturinn endist bara betur. Annars skal bíða í 2 vikur eftir meðferð.

Hversu langan tíma tekur meðferðin? Á milli 2-4 klst, fer eftir sídd, þykkt og áferð hársins.  Fyrsta skiptið tekur lengstan tímann en því oftar sem Brazilian Keratín er sett í hárið því styttri tími og betri árangur.

Hversu oft má setja Brazilian Keratín í hárið? Eins oft og þú vilt, en ágætt er að miða við að hafa ca. 3 mánuði á milli meðferða.

Frekari upplýsingar hjá Classic Hárstofu

 

Póstlistinn

Gjafakort

Við erum á Facebook