431-4000
til að panta tíma og til að kaupa gjafakort
 
 
Módel mánaðarins

"Hæ hæ ég heiti Dísa og var valin módel mánaðarins hjá Classic Hárstofu.
Ég er þessi týpa sem hefur alltaf verið eins. Var með meðalsítt hár sem var oftast í tagli og toppurinn festur niður með spennum.

Ég mætti til Önnu Júliu á Classic Hárstofu í byrjun desember . Stofan er mjög hlý og mjög notalegt andrúmsloft. Við mig var dekrað og þegar ég gekk út af stofunni var ég orðin stuttklippt með flottan ljósan blæ í hárinu og mjög ánægð. Í dag er hárið á mér alltaf flott, engar teygjur og mér líður eins og nýrri manneskju.

Ég fór á Classic með opnum hug og skvísurnar á Classic sáu út hvaða klipping myndi fara mér best og hvaða fallegu litir pössuðu við mig.
Ég vil þakka Önnu Júlíu fyrir frábært dekur og frábærar móttökur. Ég mæli eindregið með því að þið allar sem langar í flotta klippingu, nýtt útlit og dekur skelli sér á Classic Hárstofu.
...ég mun sko pottþétt koma aftur......

Takk fyrir mig  kveðja Dísa"

 

Hvað segir hársnyrtimeistarinn

Finndís eða Dísa var valin úr hópi umsækjanda til að gerast módel mánaðarins og gangast undir útlitsbreytingu.  Dísa mætti á stofuna og var til í allt, einu skilyrðin sem hún  setti, var að hún yrði hvorki  lituð rauðhærð né svarthærð.
Ég valdi að klippa vel neðan af hárinu, aðeins upp í hnakka með léttum styttum neðst.  Þessi lína undirstrikar vel  kjálkalínuna og kinnbeinin ásamt því að lengja hálsinn.  
Hvað litinn varðar valdi ég að setja ljósgylltan lit með smá „violet“ undirtón til að drepa niður gula tóninn sem var fyrir í hárinu, ég setti líka ljósar og moccabrúnar strípur til að fá hreyfingu í litinn.  Markmið mitt var að skapa línu sem hentaði Dísu vel og væri auðvelt og fljótlegt fyrir hana að hafa sig til.   

Anna Júlía, hársnyrtimeistari og stofueigandi

Langar þér að gerast módel mánaðarins á Classic Hárstofu?  Sendu umsókn ásamt mynd á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it

 

Nýr starfsmaður og vinningshafi

Sædís ÖspSædís Ösp

Nýr starfsmaður

Það er okkur sönn ánægja að kynna til starfa nýjan starfskraft á Classic Hárstofu en í upphafi desembermánaðar hóf Sædís Ösp Runólfsdóttir störf sem nemi á stofunni okkar og bjóðum við hana hjartanlega velkomna.

 

Vinningshafi

Að venju veljum við vinningshafa mánaðarins en sú heppna í þetta skiptið er Ásrún Ösp Jóhannesdóttir og bíður hennar gjafakort á Classic Hárstofu.

Við óskum Ásrúnu til hamingju með vinninginn og vonum að hún njóti hans vel.

Dregið verður út að nýju þann 28. desember n.k.


 

Vinningshafi októbermánaðar

Í hverjum mánuði mun Classic Hárstofa draga út heppinn vinningshafa úr hópi þeirra sem skráð hafa sig á póstlistann okkar.

Sú heppna   þennan mánuðinn er Kolbrún Júlía og fær hún að gjöf hárþvott og klippingu.

Á myndinni hér til hliðar má sjá Kolbrúnu með gjafakortið.  Við óskum Kolbrúnu til hamingju með vinninginn og vonum að hún njóti hans vel.

Dregið verður út að nýju þann 24. nóvember n.k.

 

Vinningshafi Septembermánaðar

Í hverjum mánuði mun Classic Hárstofa draga út heppinn vinningshafa úr hópi þeirra sem skráð hafa sig á póstlistann okkar.

Sú heppna   þennan mánuðinn erTinna Ósk Grímarsdóttir og fær hún að gjöf Hárþvott- og djúpnæringarmeðferð.

Á myndinni hér til hliðar má sjá Tinnu taka við gjafakortinu úr hendi Önnu Júlíu eiganda Classic Hárstofu.  Við óskum Tinnu til hamingju með vinninginn og vonum að hún njóti hans vel.

Dregið verður út að nýju þann 24. október n.k.

 

Hártískan haust og vetur 2010

Ein algengasta spurningin sem við hársnyrtifólkið fáum frá ykkur viðskiptavinunum er hvað er í tísku þessa dagana.  Eins fjölbreitt og hártískan er, þá er alltaf ákveðnar línur lagðar hverju sinni. 
 Allar hársíddir eru í tísku, það er ekki eins og einu sinni þegar allir áttu ýmist að vera stuttklipptir eða með sítt hár, heldur er hver og einn með sinn persónulega stíl.
Í þessum pistli verður fjallað um stutt hár.

  Í stuttu hári er það afturhvarf til fortíðar.  Innblásturinn er fenginn frá 6. og 7. áratugnum.  Stuttar, mjúkar tjásulegar línur  með lengri toppi.  Hver skvísan á fætur annari í hópi fræga fólksins lætur lokkana fjúka og  klippir sig stutt, og tala allar um frelsið sem því fylgir. Því er spáð að stuttar klippingar verða mjög vinsælar í haust og vetur.

 Ef að þú ert farin að íhuga alvarlega að láta klippa þig upp fyrir eyru, en ert ekki viss um hvort það klæðir þig skaltu gera útlitskönnun á sjálfri þér.  Taktu hárið saman og festu það vel aftur í hnakka og skoðaðu hvernig eyrun koma út.  Margar stelpur hafa aldrei verið að pæla í eyrunum á sér, enda hulið hári hingað til.  Láttu taka myndir af þér þannig að framan og á hlið.  Spurðu sjálfa þig er ég ánægð með andlitið og eyrun án hárs.  Ef svarið er já, þá er ekki spurning láttu vaða!! Því það er bara gaman að breyta hressilega til öðru hvoru.  Ef svarið er: Ég veit ekki, skaltu bíða með að gera jafn rótækar breytingar og að klippa hárið upp fyrir eyru.  En... Eitt er alveg víst, ekkert er endanlegt þegar kemur að hári, það vex aftur. 

Hér læt ég fylgja með myndir af stuttum klippingum sem eru undir áhrifum frá gamla tímanum.

 

 

«StartPrev123NextEnd»

Page 2 of 3

Póstlistinn

Gjafakort

Við erum á Facebook